Færsluflokkur: Bloggar
Víti
10.1.2015 | 05:21
Ef menn vilja halda áfram umræðum um víti, sem hafa verið í gangi á bloggi Jóns Vals, má gera það hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Lattelepjandi
8.1.2015 | 19:04
Já, það er ekki ókeypis að vera lattelepjandi miðbæjarrotta" ;) Hér tjáir Adolf nokkur sig um málið:
![]() |
Kaffibollinn hækkaður í 620 krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ELVIS!
8.1.2015 | 18:49
Elvis. Ó jé! Seinna sóló Scotty Moore er magnað, sérstaklega byrjunin.
![]() |
Áttræðisafmæli konungsins fagnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allir sáttir?
8.1.2015 | 18:28
Allir skælbrosandi á myndinni, en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki viðstaddur. Hann er í útlöndum til 11. janúar. Ekki alveg víst að hann væri eins kátur ef hann væri þarna, því læknar sökuðu hann um óheilindi af því hann leyfði sér að tjá sig um deiluna við fjölmiðla:
Ég held að það væri bara best að læknar gerðu sjálfir grein fyrir því [á hverju strandaði í samningaviðræðum]. Það er kominn tími til þess að læknar geri grein fyrir því hvaða kröfur það eru sem ríkið vill ekki ganga að og er að valda því að þeir eru að fara í þetta umfangsmiklar verkkallsaðgerðir, lang best. Ég skal þá bjóða fram útreikninga ríkisins á því hversu mikill launakostnaður ríkisins muni hækka við það að ganga að þeim kröfum. Þannig að umræðan sé ekki í einhverri móðu.
Í yfirlýsingu sinnu sögðu læknar: því er þetta útspil hans einungis lúaleg tilraun til að afvegaleiða og spilla samningaviðræðum". Eru allir sáttir núna? Ég er ekki viss um að Bjarni sé það og fyndist það ekkert skrýtið.
Heimild: http://www.dv.is/frettir/2014/12/30/laeknadeilan-hardnarlaeknars-saka-radherra-um-lualegt-utspil/
![]() |
Samstaða um að efla heilbrigðiskerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Viðbrögð formanns Félags múslima á Íslandi
8.1.2015 | 07:02
Fyrir þá sem hafa áhuga eru hér viðbrögð Ibrahims Sverris Agnarssonar, formanns Félags múslima á Íslandi:
En, hver er afstaða Félags íslenskra múslima til satíru á borð við þá sem verið er að mótmæla með svo ofsafengnum hætti í París.
Mín skoðun á því sem þú kallar satíru er að ég leiði það hjá mér og styð tjáningarfrelsið skilyrðislaust. Annars finnst mér satíra ekki rétt hugtak yfir til dæmis teikningar JP [Jyllands Posten], þær eru hreinn hatursboðskapur. En það sama gildir um hann, allir vel menntaðir nútíma múslimar fordæma árásir vegna orða eða skopteikninga, segir Sverrir.
Heimild: http://www.visir.is/sverrir-ottast-ekki-umraedu-i-tengslum-vid-islam/article/2015150109304
Hann styður tjáningafrelsið skilyrðislaust" en kallar satíru hatursboðskap". Þetta er þverstæðukennt. Svo bætir hann við að allir vel menntaðir nútíma" múslimar fordæmi árásir vegna orða eða skopteikninga". En hvað með hálf menntaða eða illa menntaða eða ómenntaða múslima? Er hann að gefa í skyn að þeir geri það ekki? Er þetta íslamófóbía hjá formanninum?
![]() |
Einn hefur gefið sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Meiri pening
8.1.2015 | 06:20
Allir vilja hærri laun, er það ekki? Málið snýst einfaldlega um það hvort einhverjar stéttir eru í sömu aðstöðu og læknar, og hvort þær eru reiðubúnar, að knýja fram svipaðar launhækkanir og þær sem læknar eru núna búnir að ná í gegn. Þannig gerast kaupin á eyrinni.
![]() |
Geti ekki orðið fyrirmynd annarra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hreinir útreikningar
8.1.2015 | 04:58
Í greininni stendur:
Ég gerði það sem kallast persónulegt veðurkort fyrir íslenska lýðveldið og staðan var þannig í dag að Satúrnus var 60 gráður Neptúnus og kerfisorka í harmónískri stöðu við velferð. Ég ályktaði út frá því að læknadeilan myndi leysast, útskýrir Gunnlaugur sem segir ekkert dularfullt við spá sína, enda sé aðeins um hreina útreikninga að ræða.
Já, það sér þetta hver heilvita maður.
![]() |
Spáði rétt fyrir um lok læknadeilu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kraftur sannfæringar
4.1.2015 | 05:56
Mér finnst nú best að maður sem skrifaði nafnlaust bréf um Hæstarrétt skuli kalla bók sína Í krafti sannfæringar. Kraftur sannfæringarinnar var nú meiri en það að hann þorði ekki að koma fram undir nafni. Og hann var að vara við Hæstarrétti, sem hann var sjálfur í. Við hvern var hann hræddur? Sjálfan sig?
Heimild: http://www.ruv.is/frett/jon-steinar-gengst-vid-nafnlausa-brefinu
![]() |
Bæri að höfða mál gegn Markúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ómissandi
1.1.2015 | 06:23
Hér er nokkuð sem menn mega ekki missa af. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tjáir sig um lekamálið:
http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVD8F3E8E7-DBE6-4A2B-B8A2-3ABEC930CB99
![]() |
Árangur 2014 traustur grunnur framfara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sony og Norður-Kórea
28.12.2014 | 21:55
Hver veit hvað er satt eða logið varðandi þetta mál.
En ég er alla vega búinn að sjá myndina The Interview og hafði gaman af. Þess má geta að myndin var tekinn upp í Bresku Kólumbíu, Kanada. Tveir af þeim sem standa að myndinni, Seth Rogen og Evan Goldberg, eru frá Vancouver. Norður-Kóreubúar eru ólmir á að kaupa myndina og eru reiðubúnir að borga háar fúlgur fyrir ólögleg eintök af myndinni.
Í myndinni er vísanir í hið frábæra myndband af Norður-kóreönskum krökkum að spila á gítar. Norður-kóreanskir kommúnistar mega eiga það að þeir eru með öflug tónlistarprógrömm.
![]() |
Efast um ábyrgð N-Kóreu á Sony-árás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)