Færsluflokkur: Bloggar
Bónus
22.8.2007 | 00:21
Mér finnst Bónus grísinn óstjórnlega fyndinn. Ég fæ aldrei leið á honum og hann kemur mér alltaf í gott skap.
Fyrir þá sem hafa áhuga á bókmenntum þá er ég að skrifa sjóðheita ástarsögu um ævintýri Svínku litlu sem vinnur í Bónus.
Smellið hér http://www.facebook.com/profile.php?id=591806818
Mér finnst samt ekki gaman að versla í Bónus. Afhverfu er alltaf svona kalt í kæliklefanum? Ég skil að þetta sparar einhverja peninga en fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Að mínu mati er þetta móðgun við þá sem versla þarna. Það kæmi mér ekki á óvart að einstaka börn og gamalmenni hefðu orðið úti í þessum pyntingarklefa. Eru þetta einhver skilaboð til þeirra sem versla í Bónus? "Þú ert nískupúki/fátæklingur og átt bara skilið að vera kalt, helvítis auminginn þinn."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Göfgar vinnan manninn?
21.8.2007 | 09:02
Jæja, núna er ég farinn að undirbúa kennslu af alvöru. Ég er að fara að kenna nýjan kúrs í haust og langar að vera búinn að skrifa nokkra fyrirlestra í ró og næði þegar törnin byrjar. Ég hef verið að skrifa um sögu Edgar Allan Poe, "The Fall of the House of Usher". (Það segir enginn "Edgars Allans Poes" nema Jens Guð!)
Það eru náttúrulega forréttindi að geta algerlega ráðið sínu kennsluefni sjálfur. Maður þarf stundum að minna sig á það þegar letinn nær tökum á manni. Poe er svo dásamlega sturlaður, "kol kreisí," svo maður noti orðalag eins samstarfsmanna minna á Blindrabókasafni Íslands, en þar vann ég í den. Þetta var bassaleikarinn og upptökumaðurinn Sigurður Árnason. Hann var í Náttúru. Hann spilaði líka á bassa og tók upp Ísbjarnarblús. Svona ísl-enska getur nú verið bráðsmellin. Mér finnst alltaf jafn gaman að heyra Bubba tala--"svo hönta þessi lög mann gersamlega"--og Rúna Júl syngja, því Rúni syngur jú með amerískum hreim. Svona er að alast upp í Keflavík.
Titilinn á þessu bloggi er nú í engu samræmi við innihaldið. "What we've got here is . . . failure to communicate." Þessi setning er úr myndinni Cool Hand Luke með Paul Newman. Ég hélt alltaf að þetta væri vestri en þetta er fangelsismynd og bara nokkuð góð. Í einu atriði vinnur Newman pókerleik með því að blöffa og vera kúl áðí. "Sometimes a handful of nothing can be a real cool hand." Einhverra hluta vegna höfðar þessi setning til mín. Það er nettur tómhyggjuundirtónn í myndinni, sem höfðar einnig til mín.
Jæja, dagur er að kveldi kominn og vel það. Það er kominn tími til að fara í háttinn. Mér finnst ég hafa verið nokkuð duglegur í dag. Ég málaði til dæmis veggi í íbúðinni sem þurfti að mála eftir smáviðgerð og gerði það bara nokkuð vel, þó ég segi sjálfur frá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ameríkuferð
20.8.2007 | 02:42
Hunter S. Thompson sálugi skrifaði bók sem heitir Fear and Loathing in Las Vegas. Ég sá myndina og hef gluggað í bókina. Ég hef nú ekki komið til Las Vegas, en ég og tveir félagar mínir, Roger og Ian, skruppum til Seattle fimmtudaginn 9. ágúst og vorum þar eina nótt.
Á leiðinni til borgarinnar stoppuðum við í smábænum Blaine, því að ég var svangur. Við borðuðum á bar sem heitir Babe's. Amerísku skammtarnir eru stórir eins og allir vita og ég og Roger deildum hamborgara með skinku og eggi. Maður fær ekki oft hamborgara með eggi í Kanada og því síður skinku. En hamborgari með eggi minnir mig á ekta íslenskan vegaborgara. En kokteilsósuna vantaði. Því miður kunna bara Íslendingar að búa hana til. (Kann einhver uppskrift að henni?)
Svo héldum við aftur út á þjóðveginn og ókum til Seattle. Ég hafði komið þar einu sinni áður. Þá var ég blankur stressaður námsmaður. Þetta var mun afslappaðri ferð.
Ég kann vel við miðbæinn í Seattle. Á fyrsta stræti drukkum við ítalskan bjór og fengum þá aumustu pitsu sem ég hef nokkru sinni séð. Við báðum vinsamlega um annað eintak. Síðar um daginn gáfum við okkur á tal við tvo aldraða Vítisengla. Þegar þeir komust að því að við vorum frá Vancouver sögðu þeir okkur frá morðum sem höfðu verið framin á kínversku veitingastaðnum Fortune Happiness í Austur Vancouver. Staðurinn stendur greinilega ekki undir nafni.
Daginn eftir fórum við í stóra gamaldags bókabúð, Elliot Bay Bookstore. Ég keypti mér Palace Walk eftir egypska Nóbelsverðlaunahafann Naguib Mahfouz, sem ég er mjög hrifinn af. Ég er byrjaður að lesa bókina, sem er sú fyrsta í Kaíró trílógíunni, og þetta er það besta sem ég hef lesið eftir hann, enda er hann þekktastur fyrir Kaíró bókaröðina.
Svo snerum við heim. Biðröðin á landamærunum var fáránlega löng, enn lengri en á leiðinni til Washingtonfylkis. Svo má maður bara koma með vörur að verðmæti 50 dollara, u.þ.b. 2900 krónur, inn í Kanada án þess að borga skatt. Hvað varð um fríverslunarsamninginn NAFTA?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tími til kominn
7.8.2007 | 17:52
![]() |
Hillary Clinton styrkir stöðu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ungliðahreifingar
7.8.2007 | 08:33
Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi ungliðahreifinga. Ég gekk reyndar í Skátana og KFUM þegar ég var polli eins og margir jafnaldrar mínir, en ég sagði mig fljótt úr þessum samtökum því þær snérust að mestu um peningaplokk. Í KFUM fékk hver ungliði 12 happdrættismiða og var sagt að selja þá. Sölulaun voru engin. Í Skátunum þurfti hver ungliði að kaupa græna peysu og fékk einhvers konar heiðursmerki, sem hann þurfti auðvitað að kaupa. Við vorum látnir koma með kökur að heiman og þurftum svo að kaupa okkur inn á kökubasarinn. Skátaforinginn minn fékk lánaðan pening hjá mér til að kaupa sig inn en borgaði mér ekki til baka, þótt ég margrukkaði hann. Að lokum talaði ég við foringjann svo pabbi hans, sem var hærra settur, heyrði til. Föðurnum fannst framkonar sonarins greinilega skammarleg og lét soninn borga mér eins og skot.
Félagi minn hér í Vancouver er Breti sem er giftur rússneskri konu. Þau eru mikið ævintýrafólk og stunda meðal annars fasteignabrask í Pétursborg. Félagi minn sagði mér af ungliðahreifingu sem ber mikið á í Rússlandi (sjá mynd). Sú heitir Nashi (sem þýðir, að mér skilst, Okkar). Hreyfingin er þjóðernissinnuð, andfasísk og hliðholl Putin. Mig langar að kynna mér málið betur, en ég verð að játa að það fór um mig nettur hrollur yfir nafninu. Það hljómar full líkt Nazi. Rússar urðu nú aldeilis fyrir barðinu á nasistum í heimstyrjöldinni síðari og þykir mér furðulegt að foringjar hreifingarinnar skuli kjósa þetta nafn. Pólitískur og trúarlegur heilaþvottur á börnum og unglingum er alltaf skuggalegur. Mér líst illa á þróun mála í Rússlandi. Framkoma þeirra í morðmáli hins fyrrverandi KGB njósnara Litvinenko og tilkall þeirra til Norðurpólsins eru dæmi um hroka og hörku sem boðar ekki gott. Alla vega hef ég ekki hugsað mér að fjárfesta í fasteignum í Pétursborg líkt félagi minn og hans kona.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jafnrétti kynjanna
7.8.2007 | 03:57
Fyrst ég var að skella upp mynd af hálfstrípuðum Sean Connery vill maður nú ekki vera sakaður um kynjamisrétti. Þess vegna skelli ég hér upp mynd af hinni fjallmyndalegu Michelle Yeoh. Ég er alltaf svolítið svag fyrir konum sem eru bæði ljúfar og harðar í horn að taka.
Hún er í mynd sem var að koma út, Sunshine, sem er leikstýrt af sama náunga og gerði Trainspotting. Ég hef ekki farið í bíó í sumar. Kominn tími til að skella sér. Sunshine er svona lost-in-space mynd, að mér skilst. Ég hef voða gaman af svoleiðis myndum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sumir dagar eru betri en aðrir
5.8.2007 | 06:22
Í ensku er hugtakið "bad hair day" vinsælt. Hvað kallar maður þetta?
Lexía: Verum ekki of fljót að dæma náungann og okkur sjálf. Stundum erum við eins og asnar. Stundum erum við töff.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Brad í karlaathvarf?
3.8.2007 | 11:39
![]() |
Brestir í sambandi Brads og Angelinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sex and the City--og Ellý Ármanns
3.8.2007 | 00:48
![]() |
Ellý segist hissa á hvað bloggið hennar er vinsælt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hversdagsleg færsla
3.8.2007 | 00:00
Hér á stór-Vancouversvæðinu, ég bý í Coquitlam, er svo heitt að súkkulaðikexið sem ég keypti bráðnaði í eldhússkápnum. Ég varð að setja það inn í ísskáp. Kalt súkkulaðikex er reyndar ljúffengt. Sérstaklega ef maður fær sér mjólk með. Núna er ég að maula austurlenskt salad. Maðurinn lifir ekki á súkkulaðikexi einu saman.
Ég er að lesa Freud, Civilization and Its Discontent. Hverning þýðir maður það? Siðmenning og óánægja, kannski. Freud er svo dásamlega svartsýnn á mannlegt eðli. Svartsýni í öðru fólki virkar alltaf hressandi á mig.
Ég er líka að lesa Midnight's Children eftir Salman Rushdie. Ég er nefnilega í leshring. Við hittumst á morgun. Alltaf svolítið spennandi að vera í svona leshring. Þegar ég tek þátt í svona líður mér alltaf einhver veginn eins og ég sé í leynilegum öfgahópi. Allir að lesa sama efnið og plotta eitthvað.
Svo held ég að ég klári að horfa í James Bond From Russia with Love í kvöld. Ég ólst upp við Roger Moore í hlutverki James Bond. Sean Connery er nú miklu betri, er það ekki? Svo hef ég líka gaman af sjöundaáratugsstílnum í þessum fyrstu myndum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)