Aftur til fortíðar

Og Indland virtist vera að færast aðeins nær nútímanum. Þetta er dapurlegt afturhvarf til fortíðar.
mbl.is „Samkynhneigð glæpsamlegt athæfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Við eigum ekki að vera svona upptekin af því á hvaða hraða hlutirnir gerast erlendis. Er það okkar að stjórna því?

Á sama tíma er ákveðin trúarhópur, sem er á fjölmörgum sviðum 500 árum á eftir okkur í hugsunarhætti, að hasla sér völl hér á landi, við sýnum þeim fullt umbyrðalyndi. Kannski um of, ég veit það ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.12.2013 kl. 07:07

2 identicon

Í evrópu eru hjónabönd og ættleiðingar samkynhneigða löglegar, sifjaspell er löglegt... og nú er verið að reyna að lögleiða barnagirnd með því að lækka "löglegan" aldur niður í 12 ára... þetta er auðvitað allt sjálfsögð mannréttindi og mikil framför?

vat (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 07:15

3 identicon

Ég fæ ekki alveg skilið hvernig mönnum tekst að tengja umræðu um réttindabaráttu samkynhneigðra við sifjaspell og barnagirnd.

Jón Flón (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 08:44

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rangt er að segja hæstarétt Indlands hafa úrskurðað, að samkynhneigð sé glæpsamlegt athæfi. Það, sem hann úrskurðaði, var að samkynja mök væru það. Hneigðina sem slíka reyndi hann ekki að dæma ólögmæta.

Jón Valur Jensson, 11.12.2013 kl. 10:22

5 identicon

Ó, þá er þetta allt í lagi!

Hver er annars afstaða þín og/eða þinna samtaka? Eruð þið ánægð með þessa löggjöf? Mynduð þið styðja slíka löggjöf hér á landi?

Sigurjón (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 10:40

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdirnar.

1. Axel. Við getum haft álit á því sem gerist í öðrum löndum. Er ekki allt í lagi með það?

2 + 3. Vat, ég er sammála Jóni Flóni. Þetta eru tvö aðskilin mál. Ef fólki finnst hinn vestræni heimur sé á leið í hundana, þá er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að flytjast í annan heimshluta. Ég veit ekki með þig, en ég kýs hinn vestræna heim.

4. Jón Valur, ekki lýgur Mogginn! :) Ímyndaðu þér að hæstiréttur Íslands úrskurði að mök gagnkynhneigðra séu glæpsamlegt athæfi. Þú getur auðvitað haldið því fram að það sé ekki það sama og að lýsa gagnkynhneigð ólöglega, en um leið og viðkomandi hegðar sér samkvæmt eðli sínu þá er hann eða hún búinn eða búin að brjóta lög.

Ég skil hvað þú meinar, að sjálfsögðu, en ég held að flestir myndu telja að ef hæstiréttur Íslands úrskurðaði að mök gagnkynhneigðra sé glæpsamlegt athæfi þá sé það í raun það sama og að úrskurða að gagnkynhneigð sé glæpsamlegt athæfi--sem vekur upp spurninguna sem Sigurjón spurði þig.

4. Sigurjón, þetta er sanngjarnar spurningar að mínu mati. Jón Valur svarar kannski.

Wilhelm Emilsson, 11.12.2013 kl. 21:10

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rangt svar hjá þér, Emil. Ábending mín hér ofar stenzt fyllilega.

Og Hæstiréttur Íslands gæti aldrei úrskurðað að mök gagnkynhneigðra væru glæpsamlegt athæfi. Slíkt dæmi, per impossibile, myndi gera þann úrskurð dauðan af sjálfum sér, sem andstæðan öllum náttúrurétti, enda er gagnkynhneigð forsenda alls mannlífs hér á jörðu. En kannski varstu þér ekki meðvitaður um það!

Jón Valur Jensson, 11.12.2013 kl. 23:12

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fyrirgefðu, Wilhelm Emilsson átti þetta að vera!

Jón Valur Jensson, 11.12.2013 kl. 23:13

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ekkert mál, Jón Valur.

En ég hélt í einfeldni minn að þú trúðir því að Guð almáttugur væri forsenda alls mannlífs hér á jörðu. Ertu að fjarlægast almættið?

En, án gríns, er það sem sagt ekki gegn náttúrurétti að ákvarða að mök samkynhneigðra séu glæpsamlegt athæfi?

Wilhelm Emilsson, 11.12.2013 kl. 23:56

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, vitaskuld er Guð almáttugur forsenda alls mannlífs hér á jörðu.

En í hans skipulagi er gagnkynhneigðin það líka (á allt annan hátt vitaskuld), hins vegar ekki samkynhneigð, enda framlengir hún ekki kynslóðir manna, og ég veit að þú hélzt það ekki einu sinni.

Jón Valur Jensson, 12.12.2013 kl. 00:09

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Lýst vel á seinnihlutann í innleggi frá Axel.

Í fréttinni les ég: "við því broti liggi allt að tíu ára fangelsisvist." Þetta fyndst mér hræðilegt. Í Biblíunni lesum við að allt kynlíf utan hjónabands gagnkynhneigðra sé synd. Samkvæmt því mættu fleiri fara í steininn :-(

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.12.2013 kl. 00:17

12 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Er samkynhneigð þá mistök í skipulagi Guðs, Jón Valur?

Wilhelm Emilsson, 12.12.2013 kl. 00:32

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

NEI.

Jón Valur Jensson, 12.12.2013 kl. 00:38

14 identicon

Guð skapaði þau mann og konu... kynlíf á bara heima í hjónabandi / sáttmála karls og konu, allt annað er synd skv orðinu. Orðið talar einnig skýrt um að samband milli einstaklinga af sama kyni sé synd!

María Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2013 kl. 00:51

15 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdirnar, Rósa, Jón Valur og María.

Wilhelm Emilsson, 12.12.2013 kl. 02:35

16 identicon

Það bara skiptir engu máli hvað biblían eða aðrar galdrabækur segja um þessi mál. Hann JVJ og Rósa ásamt öðrum geta valið að fara eftir þessu fornaldarþvaðri.. en að því sé slengt yfir samfélög er alger fásinna og hálvitaskapur..

DoctorE (IP-tala skráð) 13.12.2013 kl. 10:04

17 Smámynd: Wilhelm Emilsson

DoktorE, ég vona að við getum öll verið sammála um trúfrelsi og sömu réttindi fyrir sam- og gagnkynhneigða. Svo hafa menn málfrelsi til að tala saman og gagnrýna.

Wilhelm Emilsson, 15.12.2013 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband