Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Rangt með farið

Þessi kona býr í Vancouver í Washington fylki í Bandaríkjunum, ekki í Vancouver í Bresku Kólumbíu, Kanada.
mbl.is Tísti um andlát eiginmannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamál

Já, það er erfitt að lifa. Fólk eins og Ellie Goulding sannfærir sjálft sig um að það sé of feitt eða að það sé að deyja.

Svo eru aðrir sem þurfa ekkert að sannfæra sig um að þeir séu of feitir eða að þeir séu að deyja, vegna þess að þeir eru í raun og veru að deyja.


mbl.is „Ég sannfærði sjálfa mig um að ég væri of feit“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bannað

Listinn yfir lög sem BBC hefur bannað er ansi langur. BBC bannaði til dæmis "I Am the Walrus" með Bítlunum.
mbl.is Rétt að spila ekki lag um nornina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin akademíska hugsun

Toll segir: „Það er eins og að hinni akademísku hugsun finnist afleiðingarnar áhugaverðari en að skoða orsakir eða fyrirbyggjandi hluti." Að boða kærleika er hið besta mál og þetta er fínt átak hjá Tolla, en það er engin ástæða til þess að gera lítið úr akademískri hugsun. Ég veit ekki hvernig Tolli fær það út að akademísk hugsun snúist um afleiðingar fremur er orsakir. Að sjálfsögðu snýst hún um hvort tveggja.

Að lokum mæli ég með texta Tolla við lag Bubba, "MB Rosinn":

Þegar allir sveitatöffarar
í þessu plássinu,
voru kýldir út úr kofanum
með stofustássinu
á eftir stóðu meyjarnar
í ofboðs hrifningu
slefuðu í fang okkar
á miðju gólfinu. 

. . .

Í járnum vorum sendir suður,
svona einn og einn
stungið inn á níuna
en það þótti heldur seint.
En kallinn oss með símtali
fékk strax leysta út
það kemur fyrir bestu menn
að missa túr og túr.

Ég skal játa að mér finnast þeir bræður Tolli og Bubbi alltaf meira sannfærandi þegar þeir fjalla um hinar dökku hliðar tilverunnar. En það er bara mín skoðun auðvitað. 


mbl.is Neikvæðar fréttir of vinsælar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlyndi

Er það ekki stjórnlyndi í Brynjari að vera að skipta sér af því hvað vinstri vængurinn eru að bardúsa? Ég segi bara svona. Það er alltaf gaman að heyra hvað Brynjar hefur að segja.

Í lýðræðisríkjum virðast hægrimenn hafa betri skilning en vinstrimenn á nauðsyn þess að standa saman til að ná og halda völdum. Vinstri vængurinn er margklofinn.

Reyndur heyrist manni á bloggsíðum hægrimanna hér á Moggablogginu að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki nægilega langt til hægri fyrir þá. Kannski sprettur upp flokkur til hægri við Sjálfstæðisflokkinn. Hvað myndi sá flokkur heita? Blá dögun? Sjálfstæðariflokkurinn?


mbl.is „Stanslaus uppstokkun alla mína tíð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðreyndir

Núverandi menntamálaráðherra nefnir eina tölu þegar kemur að niðurskurði til RÚV. Fyrrverandi menntamálaráðherra ræðir aðra tölu. Gott væri ef blaðamaðurinn sem skrifaði greininni athugaði hvor talan er rétt. Það hlýtur að vera hægt að komast að því. Staðreyndir eru staðreyndir.
mbl.is Tekist á um fjármál Ríkisútvarpsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk í fréttum

Er Silvía Nótt farin að þýða greinar úr  vinna sem blaðamaður hjá Mogganum? Til hamingju! Ógisslega töff, skiluru?
mbl.is Kjóllinn sló alls ekki í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangaklefi

Hér er mynd af klefa í fangelsinu sem á að byggja. Þetta fangelsi er svolítið eins og framúrstefnulegt hótel, à la 2001: A Space Odyssey. Á Íslandi er refsing fyrir morð af yfirlögðu ráði yfirleitt 16 ár, að því er ég best veit. Sumum finnst það nóg. Ég hef aldrei skilið það. Hér er tilvitnun í Unforgiven:

THE SCOFIELD KID [eftir að hafa drepið mann í fyrst sinn]:  It don't seem real . . . how he ain't gonna never breathe again, ever . . . how he's dead. And the other one, too. All on account of pulling a trigger.

WILLIAM MUNNY:  It's a hell of a thing, killing a man. Take away all he's got and all he's ever going to have.

Svo mörg voru þau orð. 

Fangaklefi


mbl.is Tilboð í fangelsi opnuð í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Motörhead, "Metropolis"

 

 


Tíu mest lesnu fréttirnar

Þegar þetta er skrifað eru tíu mest lesnu fréttirnar á Mbl.is um ofbeldi og dauða. Í grein sem heitir „Er allt fyrirfram ákveðið?" skrifar Stephen Hawking:

Vandamálið er að ofbeldishneigð virðist vera skráð í DNA okkar. . . . Ef við getum ekki notað greind okkar til að hafa stjórn á ofbeldishneigðinni þá á mannkynið sér ekki mikla von.

Svo verður hver að velja fyrir sig. „Maðurinn er dæmdur til að vera frjáls," sagði Sartre.

Hawking færir reyndar góð rök fyrir því að allt sé fyrirfram ákveðið, en vegna þess að við getum aldrei vitað hvernig framtíðin er, þá sé best að hegða okkur eins og við höfum frjálsan vilja. Svo getum við valið hvort við trúum Hawking eða ekki. Eða kannski höfum við ekkert val. 


mbl.is „Stelpurnar drógu mig á hárinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband