Bloggfærslur mánaðarins, október 2014
Afsakanir
14.10.2014 | 19:15
Ég er svo upptekinn að ég verð að hætta með þér. Ha ha ha. Þetta er samt ekki eins skemmtilega léleg afsökun og sú sem kona notaði einu sinni þegar náungi reyndi að bjóða henni út. Nei, því miður. Ég má ekki vera að því. Ég þarf að þvo mér um hárið." Þessa sögu heyrði ég alla vega einu sinni og vona að hún sé sönn.
Padma Lasksmi er fyrrverandi eiginkona rithöfundarins Salmans Rushdies, eins og margir vita sennilega. Það var svona bjútí and the bíst dæmi. Eftir þriggja ára hjónaband sendi hún honum tölvupóst um að hún vildi hætta með honum.
Richard Gere hættur með kærustunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trú og þrældómur
14.10.2014 | 04:34
Hvað skyldi Kóraninn segja um þetta?
Hér eru tvær þýðingar. Báðar sýna að samkvæmt Kóraninum er í lagi fyrir múslima að giftast konum sem hafa verið herteknar og gerðar að þrælum. Í Kóraninum er talað um það sem hægri hönd þín á", sem er tilvísun í þræla.
(Heimild: http://www.islamweb.net/emainpage/index.php?page=showfatwa&Option=FatwaId&Id=85061)
O Prophet, indeed We have made lawful to you your wives to whom you have given their due compensation and those your right hand possesses from what Allah has returned to you [of captives] and the daughters of your paternal uncles and the daughters of your paternal aunts and the daughters of your maternal uncles and the daughters of your maternal aunts who emigrated with you and a believing woman if she gives herself to the Prophet [and] if the Prophet wishes to marry her, [this is] only for you, excluding the [other] believers. We certainly know what We have made obligatory upon them concerning their wives and those their right hands possess, [but this is for you] in order that there will be upon you no discomfort. And ever is Allah Forgiving and Merciful.
33:50
Þýðing: Sahih International
O Prophet (Muhammad SAW)! Verily, We have made lawful to you your wives, to whom you have paid their Mahr (bridal money given by the husband to his wife at the time of marriage), and those (captives or slaves) whom your right hand possesses - whom Allah has given to you, and the daughters of your 'Amm (paternal uncles) and the daughters of your 'Ammah (paternal aunts) and the daughters of your Khal (maternal uncles) and the daughters of your Khalah (maternal aunts) who migrated (from Makkah) with you, and a believing woman if she offers herself to the Prophet, and the Prophet wishes to marry her; a privilege for you only, not for the (rest of) the believers. Indeed We know what We have enjoined upon them about their wives and those (captives or slaves) whom their right hands possess, - in order that there should be no difficulty on you. And Allah is Ever OftForgiving, Most Merciful.
33:50
Þýðing: Muhsin Khan
Þá vitum við það.
180 þúsund manns á flótta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kim litli
14.10.2014 | 01:12
Hér er mynd af Kim Jong-Un. Allir leiðtogar elska að láta mynda sig með börnum, en börnin elska það ekki alltaf jafnmikið.
Kim Jong-un kominn í leitirnar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Smá viðbót
13.10.2014 | 22:02
Árið 2001, fékk John Lydon, sem kallaði sig Johnny Rotten þegar hann var í Sex Pistols, verðlaun frá tónlistartímaritinu Q fyrir að vera fyrirmynd ("Inspiration Award"). Þessu fylgdu tónleikar. Þegar Elvis Costello, ein af stærstu smástyrnum pönksins og nýbylgjunnar, kom fram hrópaði Lydon:
Oh, wonderful! Bloody wonderful! You were boring then and you're fucking boring now!
Hér er Johnny Rotten á síðustu tónleikum Sex Pistols: "Aha ha. Ever get the feeling you've been cheated?" Brilljant!
Og hér er áhrifamikið viðtal við John Lydon:
Guðmóðir pönksins dregur ekkert undan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslenzk þjóðmenning
13.10.2014 | 21:07
Að því að ég er svo þjóðlegur, og laumuaðdáandi Jónasar frá Hriflu, þá fagna ég þessu. Lifi íslenzkur heimilisiðnaður og og bændamenning!
Hefja sölu á vömbum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Landslag
12.10.2014 | 08:39
Og svo er náttúrulega hin mjög svo órómantíska en snjalla sýn Tómasar Guðmundssonar á náttúruna:
Landslag yrði
lítilsvirði
ef það héti ekki neitt
Skáld og rómantík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hatur og hleypidómar
11.10.2014 | 19:16
Hvar eru mörkin milli hatursfullrar orðræðu og málfrelsis? Og spyrja má hvort það sé hatursfull orðræða, eða að minnsta kosti fordómar, að segja að Framsóknarmenn sem voru ósammála moskubyggingu hafi fært okkur að forgarði fasismans. Um leið og menn beita hugtakinu hatursfull orðræða gegn pólitískum andstæðingum mega þeir eiga von á því að því sé beitt gegn þeim sjálfum. Í dag er þetta hugtak oft notað sem sleggja til að berja á þeim sem viðkomandi er ósammála. Það er sjálfsagt að gagnrýna Sveinbjörgu Birnu Gunnlaugsdóttur fyrir skoðanir sínar, en trúa menn því virkilega að hún sé að reyna að gera Ísland að fasistaríki?
Að lokum vil ég minna á það sem George Orwell, sem var sósjalisti og barðist í borgarastríðinu á Spáni gegn raunverulegum fasistum, sagði í hinn frægu ritgerð Pólitík og ensk tunga: Mörg pólitísk orð eru einnig misnotuð. Orðið fasismi hefur núna enga merkingu fyrir utan það að þýða eitthvað sem er óæskilegt . Gjaldfelling á orðum eins og fasismi vinnur gegn gagnrýnni hugsun í stjórnmálalegri umræðu.
Hafa fært okkur að forgarði fasismans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hjónabönd
10.10.2014 | 18:41
Ég veit að sumir Moggabloggarar eru ekki sáttir við þetta, en í hinum enskumælandi heimi er stundum sagt, Hvers vegna ætti samkynhneigt fólk ekki að þjást eins og við hin?" Mér finnst að allir ættu að gifta sig að minnsta kosti einu sinni.
Hér er smá drama með Neil Diamond. Ég þoldi hann nú aldrei þegar ég var yngri, ein núna hef ég lúmskt gaman af honum. Svona mildast maður með árunum.
Lögleiða hjónabönd samkynhneigðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Actually
10.10.2014 | 18:00
Hugh Grant þarf ekki að undirbúa sig mikið, því hann leikur yfirleitt sömu týpuna, sjálfan sig, og gerir það alltaf vel. Uppáhaldssetninging mín með honum er úr hinni dásamlegu hræðilegu mynd Kens Russells Lair of the White Worm, sem byggð er á sögu Brams Stokers, sem er frægastur fyrir Dracula: I quite like books, actually." En Hugh Grant er þekktari fyrir setningar eins og þessa úr Love Actually: Who do you have to screw around here to get a cup of tea and a chocolate biscuit?"
Hér er Hugh Grant að henda bökuðum baunum og sparka í papparass (íslenska þýðingin á orðinu papparazzi" er fengin að láni hjá Jens Guð).
Undirbýr sig ekki fyrir hlutverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já
10.10.2014 | 11:09
Malala fékk fréttirnar í skólanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)